Monday, April 8, 2013

Mættur á svæðið

Þessi dásamlegi drengur fæddist þann 26. mars og var 16 merkur og 53 cm. Núna er fjölskyldan okkar því orðin eins og hún á að vera. Dásamleg tilfinning!Páskaungarnir okkar :-)

Litli kallinn er sem betur fer vær og góður þar sem nóg er að gera hjá fjölskyldunni þessa dagana. En við erum á fullu að pakka niður þar sem við ætlum að færa okkur suður í Þorlákshöfn yfir sumarið þar sem pabbinn ætlar að spila með fótboltaliðinu Ægi. En ég ætla að vera í mömmó í allt sumar ;-)

Kv. Dúdda <3

3 comments:

 1. Til hamingju með drenginn :) flott páska-tríóið ykkar :)
  kveðja,
  Halla

  ReplyDelete
 2. Innilegar hamingjuóskir til ykkar, fylgist alltaf með blogginu þínu og fæ svo margar góða hugmyndir og góða strauma.
  Kveðja, Hanna

  ReplyDelete
 3. Ó hvað hann er fallegur, innilegar hamingjuóskir!

  ReplyDelete