Sunday, May 12, 2013

Mamma

Í dag er mæðradagurinn. Til hamingju með daginn allar mömmur!

Ég byrjaði daginn á því að senda mömmu minni þessa mynd í e- maili en hana bjó ég til í gær í símanum mínum. Ég er svo heppin að í kringum mig eru margar yndislegar
mæður en mamman mín er og verður alltaf mín uppáhalds!

Textinn er nú ekki eftir sjálfa mig heldur kemur úr fóstbræðraþætti. En við fjölskyldan fylgdumst alltaf með þeim. Þessu erindi úr lagi Sigga litla Sörensen hef ég aldrei gleymt en  við systkynin eigum það til að syngja það fyrir mömmu ;-)

----

Það besta sem hefur komið fyrir mig í þessu lífi er að fá að vera mamma þessa þriggja dásamlegu barna sem ég á. Á hverjum degi geri ég mitt allra besta til þess að vera besta mamman fyrir þau. Það tekst sem betur fer oftast vel en auðvitað á ég það til að misstíga mig og breyta rangt en ég passa mig þá alltaf á því að biðjast afsökunar á því að hafa ruglast og reyni að bakka ef það er hægt.


Fyrir utan það allra augljósasta þá er það sem ég geri er að ég reyni að fá ekki samviskubit yfir því sem ég get ekki breytt. Ég hlæ með þeim, les fyrir þau, leik við þau, veiti þeim aga og ramma, syng fyrir þau og syng með þeim,  og einstaka sinnum græt ég með þeim. Ég elska pabba þeirra. Ég raða upp pleymóinu þeirra, Ydda litina þeirra. Finn týnda hluti, geri við það sem er bilað. Hjálpa þeim þegar þau ruglast. Ég leyfi þeim að finna lausnirnar sjálf, aðstoða þau svo ef það gengur illa. Ég kyssi á meiddi. 
Ég reyni að kenna þeim allt sem ég veit og kann með því að leyfa þeim að fylgjast með hvernig ég geri. Eitt það mikilvægasta sem foreldrar kenna börnunum sínum held ég að sé hvernig koma eigi fram við aðra. Ég reyni eins og ég best get að koma fallega fram við alla sem ég hitti. Ég vona að það verði til þess að þau muni líka gera sitt allra besta við það á lífsleiðinni. Börnin eru jú eins og svampar sem sjúga allt sem þau sjá og heyra í sig.


Í gær þegar ég sagði litlu systrunum að bjóða góða nótt vissi ég að ég væri að gera eitthvað rétt þegar ég heyri stóru segja við litlu: ,,Góða nótt elsku Ragna, þú ert best!" 

Ég vona að allt þetta sé til þess að þeim finnist ég vera uppáhalds mamma sín.

Án alls vafa! mestu forréttindi í heimi eru að fá að vera mamma.


Kv. Dúdda <3

P.s. ykkur er velkomið að save-a myndina inná tölvuna ykkar og senda uppáhaldsmömmu ykkar.


2 comments:

  1. Takk elsku Dúdda litla. Þú er yndisleg.
    1000 kossar frá mömmu

    ReplyDelete
  2. já, það eru sko forréttindi að vera mamma! :-) til hamingju með daginn!

    ReplyDelete