Monday, July 1, 2013

Að láta hafið blása á sig

Við mæðgur urðum bara að kíkja út í rokið um daginn þegar við vorum staddar á Stokkseyri til þess að mynda Rögnu Evey með sólhatt sem að pabbi hennar hafði notað þegar hann var lítill. Systurnar stukku til skiptis upp á varnargarðinn þar sem blés ansi hressilega og svo niður aftur þar sem var fullkomið logn. Hressandi.

Þegar ég elti þær uppá vegginn gat ég ekki annað en hugsað hvað lífið er mikið ævintýri með þeim. Akkúrat það sem ég vildi.
Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment