Monday, July 22, 2013

Bæir

Loksins fór ég með stelpurnar mínar í fjöruna sem ég lék mér oftast í sem barn. En það er fjaran fyrir neðan Kvígindisfell í Tálknafirði. 

Þar er mikið af stóru slípuðu grjóti og einn stór klettaveggur sem er orðinn vel slípaður og hefur að geyma slatta af litlum holum. 

Þegar ég var lítil var voða sport að finna allskonar fjörugull og setja í holurnar og reka svo búð þegar búið var að raða í "hillurnar"
Við kíktum aðeins á Magga sem býr á Felli í leiðinni og hann fræddi okkur um það að hann og systkyni hans hefðu nefnt þennan stað bæi þegar þau voru börn. Algerlega töfrandi staður!


Þó svo að það sjáist ekki á myndunum þá var sæta mamma mín með okkur í fjörunni en hún tók sumar af þessum fínu myndum :-)

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment