Friday, July 26, 2013

Gamli bærinn

Þegar ég var fyrir vestan höfðu mamma og pabbi eytt miklum tíma í að vinna í gamla bænum á Eysteinseyri. Þau tóku upp gólfefnin sem voru á gólfunum og pússuðu upp viðargólfið sem kom í ljós undir því. Svo var lakkað og elshúsið málað. Mamma eyddi fullt af tímum í það að þrífa og svo loksins kom að því að það mátti fara að raða inn í húsið. Ég gerði ekki mikið. Var aðallega að skipta mér af og segja mína skoðun. Ég er mjög góð í því :-)

Við mamma og Sigríður systir vorum eins og litlar stelpur í búaleik. Alveg að njóta okkar í botn. Eins og draumurinn sem loks rættist!

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók áður en við fórum suður. Það er búið að taka hluti úr ýmsum áttum og setja þarna inn og í dag þegar ég fer á nytjamarkaðinn mun ég horfa á allt þar með gamla bæinn í huga.


 Þessir gömlu gluggar eru bara of fallegir!

Slaka á í stofunni eftir annasaman dag.

Gamalt og gott.

Útsýnið er heldur ekki af verri endanum.

Bland í poka í eldhúsinu.

Heillandi :-)

:-)


Gamla hjónarúmið frá Ömmu og afa á Þórshamri.

Ég get ekki beðið eftir því að gista þarna og halda áfram að gera dúlló þarna!

Við erum ákveðin í því að eiga góða helgi hér og vonum að þið séuð það líka! 

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment