Wednesday, October 2, 2013

Síðustu dagar

Þessi símamynd lýsir síðustu dögum vel. Hreyfing og þreyta. En við erum semsagt komin heim til okkar í Innstu Tungu. 

Flutningar hófust á þriðjudag fyrir viku og við komum svo heim heim á mánudagskvöldið. Tæp vika þar sem við millilentum 2x. Fyrst hjá foreldrum Alla á Stokkseyri og svo á Eysteinseyri hjá mömmu og pabba. Hvar værum við án þeirra allra? 

En ég held ég geti bara ekki fengið ykkur til þess að skilja tilfinninguna við það að komast loksins heim til sín. Núna tekur við að klára að koma okkur fyrir og gera svolítið kósý fyrir veturinn. En fyrst verðum við þó að reyna að njóta haustsins sem ég hef síðan ég kom heim bara horft á útum gluggann. Eftir leikskóla í dag hjá stelpunum munum við því kíkja út!


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment