Monday, October 14, 2013

Hafnarnesviti

Frá síðustu vikunni okkar í Þorlákshöfn núna í haust. Ég fór með stóru stelpuna mína og litla molann í göngu þar sem ég átti alltaf eftir að fara að vitanum. Veðrið var æðislegt svo það var ekki seinna vænna en að drífa sig og kíkja.

Elmar sáttur með sólgleraugun sín.

Horft út á haf en Eyjafjallajökull sést þarna í fjarska.

Vitinn í haustinu.

 Það er bara eitthvað sem er svo heillandi við vita. Ég sýndi Rögnu Evey þessar myndir þegar við hittum hana og sagði: ,,Sjáðu hvar við vorum í dag". Hún svaraði: ,,Já, í Disney landi..." Hehe, ég veit ekki alveg hvaðan þessi þekking um Disneyland er kominn en henni hefur greinilega þótt vitinn líkjast kastala.Eigiði ljúfan mánudag. Hér er dásamlegt veður eins og flesta daga og ég hlakka mikið til að kíkja út í dag þegar stelpurnar koma heim úr leikskólanum og ég get tekið mér pásu frá láminu.

Kv. Dúdda <3

2 comments: