Tuesday, October 15, 2013

Pakkað inn.

Í dag ætlaði ég að sýna ykkur smá pakka sem við gáfum lítilli vinkonu. Ég set þetta víst ekki inn fyrr en núna um kvöld því stundum er það þannig þegar maður á þrjú lítil börn og er í námi að hlutirnir sem maður ætlar sér að gera - gerast ekkert endilega á þeim tíma sem maður hafði séð fyrir. En það er nú kannski bara allt í lagi. :-)

En þetta er sumsé bara venjulegur innpökkunarpappír frá Ikea og svo silkiborðar frá Söstrene grene en úr þeim bjó ég til nokkra skúfa sem ég svo límdi á pakkann.
Gleði gleði - voða fínt :-)
Ég elska að pakka inn gjöfum ef að ég hef nógan tíma er samt ekkert feimin við að smella gjöfum í gjafapoka ef svo ber undir. En ef þið deilið áhuga mínum á innpökkun getið þið séð innpökkunar board-ið mitt á pinterest hér. Og hér og hér getið þið séð gamla pakka frá mér.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment