Það eru ennþá jól og því ætla ég að sýna ykkur hvernig við pökkuðum inn gjöfum á þessu heimili en við notuðum bara það sem til var á heimilinu. Fínu rúlluna úr Ikea og borða sem safnast hafa með tímanum. Svo bjó ég líka til svona krúttlega svarta punkta á suma pakkana. Þeir voru voða litríkir og fínir :-)
Og hér eru nokkrar myndir af jólaföndrinu hjá okkur mæðgunum. Trölladeig, stafasúpustafir og málning.
Svo bjuggum við til svona krútt til að hengja föndrið á.
Skrautið með nöfnunum fékk að fara á stóra tréð.
Vona að þið hafið haft það jafn gott og við! :-)
Kv. Dúdda <3
Flott :-)
ReplyDeleteHjörtun með nöfnunum eru sérlega flott!
ReplyDelete