Wednesday, December 11, 2013

Molar


Ævintýrin flesta morgna þessa önnina fólust helst í því að leyfa sér að næla sér í súkkulaðirúsínur með lærdómnum.

Já, ég er komin í jólafrí í skólanum og ég get ekki lýst því hvað það var góð tilfinning að geta lagst hjá þessum litla manni þegar hann vaknaði upp í gærkveldi og ég mátti bara sofna, ekkert að drífa sig fram aftur að læra. Það eru ljúfir dagar framundan. Dagar með jóladúlli og að reyna að dekra sem mest við fólkið mitt.

Litla hjartans Ragna Evey. Litla káta fiðrildið mitt.

Og alvarlega mömmu stelpan mín. Stundum þarf ég að minna hana á að við erum ekki sama manneskjan, að það sé í lagi að það sé smá bil. Allir eigi sitt pláss.. Og stundum þarf ég líka að minna sjálfa mig á það. Við erum ekki eins en það er líka bara allt í lagi.

Svona líta mömmur út sem taka sér stundum lærdómspásur og einbeita sér að því að hafa ekkert samviskubit yfir því. Það er svo létt að hafa samviskubit yfir því að sinna náminu nóg því maður er aldrei búinn. En verra er þó samviskubitið að sinna börnunum ekki nóg.


Fróðleiksfúsa Erla. Að æfa sig að telja. Hana vantar bara fleiri putta. Markmiðin eru háleit. Að læra að telja upp á milljón. ,,Mamma, milljón og þrjátíu er það meira en þúsund?"

Ljós fyrir þá sem syrgja, sem eru alltof margir.


Hlýjar kveðjur til ykkar allra héðan frá fallega snæviþakta firðinum

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment