Mig langaði til að segja ykkur frá dásamlegri bók og geisladisk sem henni fylgir. Hún heitir Skrímslið litla systir mín. Sagan er ótrúlega spennandi og við erum búin að lesa hana ansi oft síðan að Sigga amma gaf þeim hana. Á disknum sem fylgir syngur Eivör Páls svo dásamleg lög sem við erum eiginlega búin að hafa á heilanum síðustu vikur, söngurinn og textarnir eru alveg algert æði. Held reyndar að það væri sama hvað Eivör syngur það er alltaf svo fallegt.
Uppáhaldsvísurnar mínar úr bókinni:
Sjáðu mig mamma
er ég ekki hetja
ég þori að sitja á bakinu á dreka.
Og svo líka:
Sæta góða barnið mitt
sofðu í faðmi mínum.
Leggðu litla nefið þitt
létt að brjósti mínu.
Ég skal strjúka enni þitt
hvísla þér í eyra.
Mínar sögur, yndið mitt
allar færðu að heyra.
Þessar eru mínar uppáhaldsstelpur. Mér sýnist að þeim finnist ég bara ágæt líka :-)
Annars er ég bara í hálfgerðu spennufalli. Önnin í skólanum kláraðist í dag og ég sem ætlaði að gera svo margt. En það er víst nógur tími til stefnu. Held ég njóti þess bara að vera löt í öllu draslinu.
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment