Thursday, January 23, 2014

Hér búa ljósálfar - Heimsókn í svefnherbergi systkina

Hér sofa börnin mín - stundum. Þau sofa eiginlega bara ýmsum stöðum. Mest sofa þau í okkar rúmi þessa dagana og allir glaðir :-)

Það er einhvern veginn þannig að ef maður er ekki 100% ánægður með rými þá er maður ekkert endilega að deila myndum af þeim. Íbúðin sem við búum í er næstum því fullkomin fyrir okkur. Hún passar algerlega utan um okkur 5. Hér er heimsins fallegasta útsýni. Það er eins og að hafa risa listaverk í hverju herbergi. Gluggarnir eru lágir og því geta börnin kíkt útum gluggana eins og þeim sýnist en það er líka til þess að mamman þarf að vera dugleg með tuskuna til að þrífa lítil fingraför af rúðunum ;-)
En íbúðin hefur einnig nokkrar galla eins og flestar aðrar en hér eru teppi á flestum gólfum. En ég ætla að skoða dúka þegar við förum í bæinn og ég vona að ég finni fína en ódýra dúka. Búandi í leiguhúsnæði er það algert lykilatriði að finna ódýrar lausnir sem henta því okkur hjónunum dreymir um að geta einn daginn eignast heimili og til þess að geta það þurfum við jú að spara..

En svefnherbergi barnanna þarfnast auk nýrra gólfefna þess einnig að vera málað en ég sé ekki fram á að gera það alveg á næstunni því mig vantar tímann og kannski líka nennuna. En það sem ég gerði fyrir svolitlu síðan var að klippa misstóra þríhyrninga úr svöru kartoni og líma yfir gömul naglaför með kennaratyggjói. Svo smellti ég upp fullt af fleirum til þess að búa til það útlit sem ég óskaði eftir. Eftir að pabbi setti upp þetta gamla en nýja ljós fyrir okkur upp um daginn fannst mér ekki ástæða til þess að bíða eftir neinu og ákvað að smella af nokkrum myndum fyrir ykkur.
 Hornið hans Elmars Ottós
 Myndin góða af þeim systrum kúrir þarna á milli rúmanna

Dásamlega verið frá Erlu langömmu barnanna en á það er heklað Guð vaki yfir þér.

Það sem þarf að gera hér er að mála og setja nýtt á gólfin. Setja upp litlar hillur sem bíða þess að vera lakkaðar, hengja upp fleiri myndir og skraut sem búa ennþá bara í kollinum á mér.


Gaman að fá ykkur í heimsókn :-)

Kv. Dúdda <3

1 comment: