Hér eru þau. Börnin mín öll. Saman að skoða einhvern sniðugan leik í iPad-inum inní dótaherberginu okkar. Og það sem meira er. Þau eru þarna í og við stólinn sem næstum endaði á haugunum um daginn. Bara afþví mér fannst ekki vera pláss fyrir hann. En þarna inni fær hann örugglega nýtt líf og allavega eitt tækifæri enn.
Erla var bara pínku ponsa og ég að fatta að ég gæti bara víst gert allt það sem mig langaði til ef ég bara myndi athuga hvernig og þora svo að prófa. Það var þá sem ég spratt lúnu áklæði af stólnum og sneið nýtt og saumaði, heftaði og var alveg hellings stressuð. Það var árið 2009. Ekki grunaði mig þá að árið 2014 væri þessi stóll kominn inní dótaherbergi í Innstu-Tungu á Tálknafirði og börnin mín þrjú að krúttast í honum og við hann. Já, það gerist allskonar. Sem er eiginlega punkturinn með þessari færslu, jú og að ég mana ykkur til að prófa að gera bara það sem ykkur langar hversu stórt eða lítið sem það kann að vera. Þið getið það bara víst! :-)
No comments:
Post a Comment