Monday, January 13, 2014

Stóri kósý kraginn minn!

Já hann er tilbúinn. Fíni stóri kraginn minn. Og ég er búin að nota hann mjög mikið! Mögulega byrjaði ég að pjróna hann í maí... og kláraði hann í nóvember. En ég gerði alveg fullt annað líka. Sat s.s. ekki sveitt yfir prjónunum ;-)
 Eins og alltaf hjá mér. Ég bara valdi garn en þetta er lannett og er því mjúkt og stingur ekki. Svo prjónaði ég garðaprjón og saumaði hann svo saman með því að bæta við svartri blúndu sem ég átti inni í skáp.
 Svo er bara að vefja hann nokkra hringi

 Og jafnvel að skella einni lykkjunni yfir höfuðið.
 Voila!


Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Þessi kragi er virkilega flottur, garðaprjónið og blúndan passa vel saman!
    Kv. Hanna

    ReplyDelete