Wednesday, February 12, 2014

Miðar

Alli minn var í nefndinni fyrir þorrablótið hér á Tálknafirði og ég fékk að hjálpa honum við að búa til miðana. Langaði til að sýna ykkur afraksturinn og benda á hversu auðvelt það var að búa hann til en við notuðum bara símann til þess. Notuðum Studio appið.

Fjallið á myndinni heitir Veturlandafjall og er hérna beint á móti húsinu sem við búum í, hinum megin við fjörðinn. 
Svo var bara að skella myndinni inn í word, prenta og klippa svo


Hér er svo flotti barþjónninn minn

Og mamman á leiðinni út. 


Kv. Dúdda <3

1 comment: