Tuesday, February 4, 2014

Nóg að gera

en samt hættir hausinn minn ekkert að framleiða hugmyndir. Hér er algerlega meira af hugmyndum en tíma. 

Alltaf þegar eitthvað smá breytist í daglegu rútínunni  fer allt í rugl í smá stund og maður þarf aðeins að finna taktinn aftur.

Skemmtileg tilbreyting átti sér stað um síðustu helgi þegar við fjölskyldan kíktum aðeins suður. Áttum góðan tíma með fjölskyldunni hans Alla, versluðum aðeins, ég gat kíkt á nýju íbúðina hjá litlu systur. En þar sem ég komst ekki hjá því að taka námsbækurnar með mér þá náði ég ekki að gera nærri allt það sem ég hafði hugsað mér að gera.

Og börnin mín komu mér algerlega á óvart en þau áttu svo góða daga og þessi skottúr með löngum bílferðum - búðarápi og rútínuleysi setti ekkert allt í rugl hjá þeim. Þau kunna auðvitað best við sig í röð  og reglu en það er líka gott að geta breytt stundum til án þess að allt fari í vitleysu. 

En eitt af því sem ég verslaði voru ný gleraugu eða tvö reyndar. En ég er ein af þeim heppnu sem geta keypt sér gleraugu í kolaportinu. Þar fást gleraugu bæði í + og - Það er mjög gott að geta verið duglegur að skipta um gleraugu og eiga jafnvel til skiptanna.

Ég setti þessi eiginlega bara upp í gríni en stelpunum fannst mamma þeirra voða fín með þau og svo var ég bara alveg sammála þegar ég kíkti í spegilinn.


Kv. Dúdda <3

1 comment: