Wednesday, April 9, 2014

Heima - bókaflóð

Þessar myndir eru teknar heima hjá mér. Inní svefnherbergi.  Þar er allt hvítt og auðir veggir. Ég kann alveg einstaklega vel við það svoleiðis. Nýlega flutti ég þetta fína og góða borð inní herbergið þar sem ekki var lengur pláss fyrir það inní barnaherberginu þar sem það hefur lengi nýst ótrúlega vel. Ég tók slatta af bókum sem voru dreifðar útum allt heimili og raðaði undir og ofan á borðið. Það er ekki mikið pláss fyrir bókahillur í íbúðinni svo þetta hentar vel auk þess sem bækurnar eru mest lesnar í svefnherberginu okkar. Á borðinu eru líka tvær myndir sem ég föndraði en þær gerði ég með því að líma efni á viðarplötu. Þá notaði ég kalkí pappír til að koma textanum á efnið. Inní línurnar tússaði ég svo með merkipenna. Ég fæ ekki nóg af þessum myndum en þær hafa ferðast um allt heimilið eins og svo margt annað.


Eigiði gleðilegan miðvikudag góða fólk!

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment