Tuesday, April 8, 2014

Pollurinn

Við hér á Tálknafirði erum svo heppin að eiga pollinn sem er staðsettur hér aðeins utar í firðinum. Við höfum verið löt í vetur að kíkja þangað þar sem mikið hefur verið að gera og svo er auðvitað búið að vera vetur með öllum kuldanum og klakanum. Myndirnar hafa síðan setið á desktopinu hjá mér og ég opna þær oft þar sem litirnir í þeim kalla á mig!

 Bestu dagarnir eru þannig að það er borðað snemma, gengið frá, skellt sér í sund eða pollinn. heim að bursta tennur, lesa saman og fara svo að sofa. Þá tekur við nauðsynlegur og dýrmætur tími fyrir foreldrana þar sem maður þarf ekki að hugsa um neitt annað en sjálfa sig og hvort annað líka inná milli. :-)

Kv. Dúdda <3


No comments:

Post a Comment