Tuesday, April 29, 2014

Molar

 Hér koma allskonar myndamolar frá síðustu dögum og vikum.

Skólaönnin hjá mér kláraðist í dag en síðustu vikur hafa einkennst af mikilli tedrykkju - ágætis slatta af álagi og stressi. En það er allt búið! Ég skoðaði pinterest í dag - samviskubitslaus í svolitlu spennufalli eftir prófið á meðan Elmar lagði sig. Ansi góð tilfinning get ég sagt ykkur!

Ekki óalgeng sjón undanfarið. Tebollar útum alla íbúð.


Jájá tveir í einu. Allt í góðu.

 Get alltaf verið viss um að eiga góða næðisstund á meðan Elmar er að sofna.

 Frá því um páskana. Perlur í vasanum með greininni í eldhúsinu.

 Svona leit fjörðurinn út einhverntíma um daginn... Spegill spegill...

Og svo nokkrum dögum seinna í sólsetrinu.

 Afmælisboðskortin hennar Rögnu frá því um daginn.. Þessi mynd gleymdist en mér fannst þetta svo sætt hjá okkur að ég vil ekki alveg sleppa henni.

Tvö skott alveg búin á því. Hver dagur er ævintýri hjá þeim og með þeim.

1 comment: