Er ekki skrítið að sakna einhvers sem maður hittir á hverjum degi? En þannig er þetta eiginlega hjá mér því ég horfi bara á litlu stóruna mína stækka og stækka og ji minn hvað hún er orðin sjálfstæð. Má eiginlega ekkert vera að því að stoppa og knúsa mömmuna sína. Sérstaklega á dögum eins og í dag.
Vill bara vera úti á hjólinu með vinunum. Hjá þeim er ekkert ómögulegt en hún og Andrés vinur hennar eru að undirbúa það að byggja trjáhús sem þau ætla svo að búa í með okkur öllum hinum. Þau eru búin að finna nokkrar spýtur og sníkja hjá mér skrautlímband - eins og ég sagði. Ekkert ómögulegt!
Já hún þýtur út um allt þessi stóra og er ekkert að láta blessuðu hjálparadekkin halda aftur af sér.
Dúdda <3
Dúdda <3
Hún er frábær og ég hef aðeins heyrt af trjáhúsinu, snilldar hugmynd :-)
ReplyDeleteKveðja Bettý