Friday, April 25, 2014

Síðasti dagur vetrar

Á miðvikudaginn eftir leikskóla hugsaði ég með mér. Í dag er góður dagur til að æfa okkur frekar í systkinamyndatöku. Svo við fórum og keyptum nesti og brunuðum af stað. Hinum megin í fjörðinn svo ég hefði mynd af þeim með litla þorpið okkar í bakgrunninum.

Þetta var útkoman... :-)


Litli maðurinn var auðvitað spenntur fyrir öllu nema að horfa í myndavélina. Skiljanlega. Erla stóð sig eins og hetja í því að reyna að stoppa hann af en brosa samt. En Ragna var bara sátt og beið :-)



Haha þetta er bara of gott! Jámm við æfum okkur bara áfram. Svona eftir á að hyggja hefði kannski verið sniðugt að leyfa Ottó að skoða sig aðeins um áður og svona... já þið vitið. Bara næst. Kannski.

Systurnar eru alltaf til en ég smellti þessari af þeim á símann eftir að ég var búin að festa litla kall í stólinn. Nennti ómögulega að sækja hann út í sjó.

En svo náðum við líka þessari fínu mynd af Eysteinseyri :-)

Svo ég haldi aðeins áfram með ævintýrið þá fórum við með nestið okkar í sveitina og borðuðum úti og skelltum okkur svo í fjöruna. Allan tímann sem við vorum þar sat þessi ungi herramaður í lækjarsprænunni alveg aaaalsæll!


Já þannig var það. Góða helgi! :-)

Kv. Dúdda <3

1 comment: