Thursday, April 24, 2014

Nokkrar myndir úr afmælisveislu Rögnu Eveyjar

Já hér var haldin ísveisla síðasta laugardag í tilefni 3ja ára afmæli Rögnu Eveyjar.

Ískúlum var raðað á 3ja hæða diskinn, skreytt með jarðaberjaíssósu og kökuskrauti. Svo var í boði að setja nammi með í skálina, skúffuköku og ískex. Þau voru alveg sátt :-)
 


 En ég gerði svo heimatilbúin ís líka, súkkulaðiís, súkkulaðiís með lakkrís og svo kaffiís. Frekar mikið gott.

Við vorum alveg rólegar í skreytingunum. Hentum þessari lengju úr Tiger í gluggann og appelsínugulum kertum í stjakana.


Íslenski fáninn á sínum stað enda hátíðisdagur. Svo er búið að vera gaman að fylgjast með þessari birkigrein springa út.  Ég perlaði þessi litlu blóm og skreytti með því. Elska allt litríkt :-)


Mig langar til þess að óska ykkur öllum gleðilegs sumars! Við áttum dásamlegan dag. Ég byrjaði hann reyndar á nokkrum tímum af lærdómi en svo var það sund, ís, útivera í dásamlega veðrinu og grillaðar pulsur. Vonderfúl alveg hreint!

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment