Tuesday, May 27, 2014

Barnapeysu innblástur

Ég held ég verði alltaf svolítið veik fyrir prjónuðum og hekluðum peysum á börn. Við höfum verið ótrúlega heppin með peysur á krakkana okkar. Þau eiga alltaf dásamæegar peysur til að klæðast! Hér eru nokkrar fallegar sem ég hef rekist á - á pinterest. Sumar eru DIY(Do it yourself) aðrar BIY(Buy it yourself) Eitt er víst og það er að þær eru allar góðar til að fá innblástur varðandi liti.

Þegar ég fer með börnin mín út til að taka myndir spái ég algerlega í því hverju þau klæðast. Það má samt líka bjarga sér á því að setja myndirnar í svarthvítt ;-) Þessar flíkur hér fyrir neðan væru allar dásamlegar fyrir myndatöku. 

1// Rendur hitta mig alltaf beint í hjartað - Ekki verra þegar fánalitirnir okkar eru notaðir. 2// Dásamlegir litir og fallegt mynstur. 3// Sé Elmar alveg fyrir mér í þessari. 4// Meiri rendur. 5// Grátt og gulur klikkar sjaldnast saman. 6// Fínlegar og flottar. 7// Dásamlegt snið. 8// Þið sjáið sennilega hvert ég er að fara með þetta. 9// Mig dreymir um þessa á Erlu Maren fyrir haustið þegar hún ætlar að gerast skólastelpa. Helst í þessum lit en skemmtilegra væri ef hún væri opin. 10// Ææææðisleg litasamsetning. 11// Gæjaleg en fínleg.  12// Þessir litir fara með mig! Appelsínuguli poppar þetta heldur betur upp! 13// Þessir litir ná líka til mín og þríhyringarnir æðislegir.  14// Flott á stóra krakka. 15// Þessi finnst mér alveg dásamleg og sennilega sú allra flottasta hér. Vása hvað þetta er flott litasamsetning!

 Eigiði góðan dag! :-)


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment