Monday, May 26, 2014

Símamyndir úr sveitinni

Þvílík forréttindi sem það eru að búa svona nálægt sveitinni okkar. Hins vegar er það eiginlega vandræðalegt hversu lítið við höfum náð að kíkja undanfarið. Núna stendur auðvitað yfir skemmtilegasti tíminn - sauðburðurinn.  Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið á símann góða.

Elmar skemmtilega í stíl við fjörðinn.


Lundby húsið sem ég fann í vetur í góða hirðinum og gat ekki sleppt að kaupa, smellpassar auðvitað inní gamla bæinn.

Erlu Maren leiðist ekkert að leika sér þar og kýs það allan daginn fram yfir það að stússast í dýrunum. Vonandi kemur það samt hægt og rólega...

Litlu systkinin eru hins vegar öll fyrir dýrin. Elmar kallar lömbin krakka.

Þessi er alveg heilluð. Þarna situr hún með lambið sitt 

Svo er þetta alltaf jafn mikið sport að leyfa lömbunum aðeins að sjúga puttan. 


Kveðja úr sveitinni


Dúdda <3

No comments:

Post a Comment