Monday, May 19, 2014

Í heimsókn hjá Elmari Ottó


Elmar Ottó er mjög sáttur við herbergið eins og sjá má

Við smelltum nokkrum svörtum doppum á veggina. Bjuggum þær til með kartoni og gatara. 

Á bak við rúmið er skápur sem er í raun bara geymsla undir það sem er ekki í notkun. Ég sveiflast á milli þess að langa til að fela þær og þess að hafa þær bara svona til sýnis. Pínu eins og inngangurinn að Narníu?

Elmar er mesti áhugamaðurinn á heimilinu um leikeldhúsið og því passlegt að það sé hér inni. Ég er enn jafn hrifin af tunglinu og festi það þess vegna aftur uppá vegg.





Litlar veifur í glugganum.


Fallega teppið frá ömmu Freyju og Monsi sem hann fékk í afmælisgjöf frá okkur.

Þennan apa heklaði Árný systir fyrir hann.

Mig langaði ekki til þess að setja doppurnar allstaðar. Þær eru á þremur stöðum í svona þyrpingum.



Takk fyrir komuna!

Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Ofsalega huggulegt hjá honum... Tunglið er rosaflott.
    kv Ása

    ReplyDelete