Tuesday, May 13, 2014

Lífið einfaldað

Með mínum fyrstu verkum eftir að ég komst í frí úr skólanum var að fara í gegnum öll föt okkar fjölskyldunnar. Ég þreif og pakkaði niður vetrargöllunum. Flokkaði of lítil föt á börnin í það sem ég vil geyma, það sem verður notað seinna, það sem ég vil gefa og það sem á að fara í rauðakrossinn. 

Ég henti öllu á gangin þar sem ég sat og braut saman og tróð í poka. Ég sótti líka í geymsluna poka af fötum sem ég ákvað síðasta haust að geyma en núna fuku nokkrar flíkur beint í rauðakross pokann enda saknaði ég þeirra ekkert. Aðrar flíkur pössuðu loksins aftur og verða því partur af sumardressunum!


Svona var ástandið hér heima þann daginn og arna átti meira að segja ástandið eftir að versna áður en það svo batnaði.


Svo hafa bæst nokkrar nýjar flíkur í fataskápinn en hér má sjá kjóla sem Alli kom með heim frá London um daginn og pils og kjóla sem ég fékk hjá Árnýju systur. 
 Því fleiri litir því betra segi ég! :-)

Ég er algerlega á þeirri skoðun að eiga færri flíkur en fleiri. Gott væri að gæðin væru alltaf sem mest en akkúrat núna er það ekki í boði en þá skiptir líka máli að fara vel með það sem maður á. Hitt kemur svo vonandi seinna :-)

Þetta var eitt lítið skref í því að einfalda lífið. 


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment