Sunday, June 1, 2014

Mamma klippir hárið mitt

Oft sé ég myndir af litlum sætum strákum á instagramminu mínu í svona bol. Oftast eru þeir líka með voða töffaralegar klippingar. Þetta er varla mikið mál að klippa lítil krútt? Sérstaklega ef maður setur krúttið líka bara í bað og lætur svo vaða. Rangt. Það er erfitt. Mjög erfitt. Það eru líka góðar líkur á því að barnið endi svona.
Síðustu daga hefur honum verið líkt við munk og Lloyd úr Dumb and dumber. Kannski ekki alveg það sem ég hafði í huga þegar lagt var af stað..

Það er heldur ekki gott að klippa börn með sníðaskærum. Ég tala af reynslu.
Ég ætla samt ekki að segja að ég ætli aldrei að klippa hann aftur. Æfingin skapar jú meistarann og mig langar endilega einhverntíman að geta smellt Elmari í svona bol. 


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment