Monday, June 2, 2014

Útskrift

Fimm ára Erla Maren! Litli hugsuðurinn útskrifaðist á föstudaginn úr leikskóla. Tíminn flýgur svo sannarlega. Leikskólinn sem Erla hefur verið á síðustu ár er í einu orði dásamlegur! Starfsfólkið er yndislegt og þar er unnið frábært starf. Erla er samt svo heppin að fá að vera ennþá í sama húsi en leikskólinn og grunnskólinn eru undir sama þaki. Hún er líka alveg tilbúin í að takast á við ný verkefni :-)

Við fögnuðum þessum tímamótum með glás af kleinuhringjum! Svo fórum við og sáum leikhópinn Lottu sýna leikritið Hróa Hött. Við skemmtum okkur öll konunglega og mælum algjörlega með þeim! Dagurinn í dag fer í ferðalag og sennilega munum við hlusta nokkrum sinnum á geisladiskinn sem við keyptum eftir sýninguna ;-)


Eigiði góðan mánudag! 
Kv. Dúdda <3

2 comments: