Monday, October 6, 2014

Molar

Já á þessum bæ er nóg um að vera. Ég er að vanda mig mikið við að halda mörgum boltum uppi í einu og undanfarið hefur bloggið verið sá bolti sem hefur orðið útundan. Þessi litla síða mín er hins vegar eitt mitt helsta áhugamál svo ég vona að þetta fari allt að ganga betur hjá mér. Er mikið farin að sakna að setja hér inn litla mola frá dögunum okkar.

Hér koma molar frá því seint í sumar og byrjun haustsins. Ég elska haustið! Sérstaklega þegar veðrið er gott eins og þegar þessar myndir voru teknar.

Ottó litli hugsi í berjamó

Þau elska berin og ég elska þau.
Hrifinn af gröfunni hans afa.
Elmar Ottó er mjög kraftmikill ungur drengur. Hann er alveg hættur að vilja sitja í kerrunni og vill heldur fá að ýta henni áfram.
Ragna Evey á ferðinni.
Elmar Ottó og Innsta-Tunga.

Á hoppubelgnum

Ferðalangar að teygja úr sér.

Tannálfurinn litli


No comments:

Post a Comment