Tuesday, November 4, 2014

Stígvélin mín

Í byrjun sumars ákvað ég að ég að nú væri komið að því að ég fengi mér stígvél. Mig langar bara til þess að geta gert það sem mig langar með börnunum sama hvernig viðrar og án þess að þurfa að vera blaut og köld.


Ég get sko sagt ykkur það að þetta voru ákaflega góð kaup því stígvelin voru mikið notuð í sumar. Ég pantaði mér Nokian stígvel frá Nokian Stígvélabúðinni í Mjódd.


Mig langaði að benda ykkur á þessi því ég tók eftir því á facebook síðu búðarinnar að nú er hægt að fá þau loðfóðruð líka. Það er alveg örugglega meganæs.





Ég hef sagt frá því áður hér á blogginu að síðasta vetur voru stelpurnar í Nokian loðfóðruðum stígvélum og komu þau í staðin fyrir kuldaskó. = Aldrei blautir kuldaskór og meira pláss í  andyrinu sem er ekkert of stórt. Nú er Elmar orðinn leikskólastrákur og því fer að verða kominn tími á að panta hans fyrsta par! :-)


Kv. Dúdda <3


No comments:

Post a Comment