Thursday, November 6, 2014

Nýr Elmar

Hér á heimilinu hefur verið stuð síðustu vikur. Við fengum heldur betur óvænta gesti og það mjög óvelkomna. Já, nokkrar litlar lýs leyndust í hárinu á börnunum. Það erfiðasta við það var að það er mjög erfitt að ætla að kemba litlum manni með mikið hár einu sinni á dag. Við ákváðum því að snoða litla kall..... Það var skrýtið fyrst en vandist vel enda drengurinn gullfallegur og ekkert verra að sjá meira af honum. 
Aaaalsæælll! Með kakó með rjóma og kleinu og líka laus við lubbann :-)


Kv. Dúdda <3

1 comment: