Monday, November 17, 2014

Vorblíða í nóvember.

Eftir margra daga rok var vorblíðan á laugardaginn heldur betur kærkomin!
Stórfurðulegt miðað við árstíma en dásamlegt. Ég var bara svo hissa. Eru ekki annars alveg að koma jól?

Ég og krakkarnir kíktum aðeins út, röltum um þorpið og gengum að Jóni Júlí. Þau elska það alltaf.

Systur bregða á leik.

Viðbrögð Erlu við myndatökum eru oft stórskemmtileg.

Þau voru eins og verðlaunagripur þarna uppá

 Ég veit ekki úr hverju þetta barn er búið til. Ef það er hægt að vera samansettur úr regnbogum og demöntum þá er hún búin til úr akkúrat því.No comments:

Post a Comment