Tuesday, November 18, 2014

Minn tími

Ég skildi aldrei hvað mamma mín talaði um þegar hún sagðist þurfa að fá næði fyrir sig. Pælum aðeins í því að hún átti 6 börn á 10 árum Það var ekki fyrr en á þessari önn að ég skil hvað hún meinti. Kannski það hafi eitthvað með það að gera að ég er í næstum fullu háskólanámi, fullu starfi og með þessi þrjú dásamlegu börn mín. Svo er það auðvitað eitt af aðal áhugmamálunum að eiga fallegt heimili en það hefur verið það sem hefur mátt mæta  afgangi á síðustu mánuðum. Og líka hreyfingin, ég veit í augnablikinu ekki hvað það er.


Ekki misskilja mig. Ég elska allt sem ég geri og ég geri það sem ég geri vegna þess að ég valdi það. Ég átta mig líka á því að ég geri ekki meira en allir hinir. Ég er umkringd af fólki sem er endalaust önnum kafið.

En mikið rosalega er það ljúft og gott að eiga smá stund í næði. Það þarf ekki að vera oft og það þarf ekki að vera lengi í einu en það þarf að vera!

Þá elska ég að slaka mér með góðan tebolla og helst í einhverri flík af eiginmanninum.


Kv. Dúdda <3

8 comments:

 1. Hef lengi verið aðdáðandi bloggsins þíns og skil algjörlega hvað þú meinar :)
  nauðsynlegt að fá tíma fyrir sig
  En ég er svolítið forviitin, við hvað vinnur þú og hvað ertu að læra?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Takk kærlega fyrir falleg orð :-) En ég er að kennslufræði grunnskóla og er að kenna hér í skólanum :-)

   Delete
 2. Þú ert klár, dugleg og flott kona ;)
  Kveðja frá frænku í Miðtúninu

  ReplyDelete
 3. Mikið sem ég er sammála þér og glöð að heyra þetta frá öðrum. Það hefur alveg komið fyrir á mínu heimili að börnin eru sett extra snemma í rúmið því að mömmunni vantar bara svo mikið smávegis tíma fyrir sig. Reyndar finnast mér þessar örfáu stundir sem að. ég er ein heima í húsinu mínu líka ansi dýrmætar.. það er alltaf svo gaman þegar gleðigjafarnir koma aftur inn um hurðina :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Það er einmitt málið. Það er gott að hittast aftur ef maður leyfir sér að sakna :-)

   Delete
 4. Kæra Dúdda, ég var að uppgötva bloggið þitt og langaði að segja þér hvað mér finnst það frábært! Innan um hafsjó blogga útlitsdýrkunar og "fullkominna" heimila er svo dásamlegt að lesa þessi einlægu skrif þín um lífið og tilveruna. Kveðja frá nýjum (og núna mjög dyggum) lesanda,

  Eva Þórey.

  P.s. Ofsalega áttu falleg börn!

  P.s.s. Ég VERÐ að fá að vita hvar þú fékkst þessa peysu???

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hæ Eva Þórey. Velkomin í hópinn og takk fyrir falleg orð!

   En þarna er ég í vesti af eiginmanninum þessu hér frá Farmers Market: http://www.geysir.com/collections/mens/products/borg-vest

   Delete