Saturday, December 13, 2014

Jólagjafahugmynd

Í kvöld langar mig til þess að deila með ykkur smá hugmynd. Ég sé ekki fyrir mér að ég hafi tíma fyrir hana í ár en ég hafði hugsað mér að kaupa rúmföt fyrir börnin mín í ikea og fatalit og búa til svona fyrir þau. Á þau ætlaði ég að skrifa nöfnin þeirra og falleg orð sem passa við þeirra karakter. Þessi hugmynd verður geymd en ekki gleymd en kannski einhver ykkar geti nýtt hana fyrir jólin. Ætti ekki að kosta mikið. Aðallega tíma. Það þykja mér oftast bestu gjafirnar <3

Hugmyndin er héðan.
Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment