Wednesday, January 28, 2015

Hvað get ég gert við allar þessar áhyggjur?

Bloggið mitt er persónulegt en ég geymi þó heilan helling fyrir mig eins og ég ætla nú að giska á að þið vitið öll. Núna sit ég hins vegar á reynslu sem ég eiginlega get bara ekki setið á. Ég verð að deila. Með ykkur sem mögulega eigið barn eins og ég, lítið eða stórt.

Síðan hún fæddist hefur verið gríðar sterkur strengur á milli okkar. Það að hún sé mitt fyrsta barn, sú sem gerði mig að mömmu, hefur örugglega fullt með það að segja.

Sterka, duglega og sjálfstæða stelpan mín. Eldhuginn minn! Hún hefur frá því hún fæddist breyst í mús á kvöldin þegar kemur að því að sofna. Það var ekki fyrr en í haust að við tókum almennilega á því þegar ég fékk ráð hjá sálfræðingi. En þá líka voru bæði ég og hún tilbúnar að taka á því. Ég get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir það að hafa hlustað á hjartað mitt og fylgt því. Sálfræðingurinn benti eiginlega á töfralausn. Við lásum saman þessa bók og unnum verkefnin.Eftir á sá ég svo hversu gott var að fá lausn. Við vorum báðar lausar úr hálfgerðri gíslningu.Að ræða um allt þetta sem tengist uppeldinu er svo viðkvæmt því það eru svo rosalega margar ólíkar skoðanir í gangi á öllu. Þess vegna finnst mér oft erfitt að ætla að segja frá því hvernig við gerum hlutina en ég sé samt á börnunum mínum að við erum að gera rosalega margt rétt með börnin okkar. Ég sé það á þeim :-) 

Þessi póstur er búinn að eiga heima í drafts síðan í haust en eftir að hafa horft á þáttinn hræddu börnin í gær á Rúv ákvað ég að nú væri tíminn til þess að leyfa hinum að fljúga af stað.

Ég vona að einhver sem á þurfi að halda sjái þennan póst og sjái að það er til lausn :-)

Kv. Dúdda <3


5 comments:

 1. Takk fyrir að deila þessu með okkur :) Örugglega margir foreldrar sem eru að glíma við það sama og vita ekki af þessari bók. Það er líka til bók sem tekur á reiðiköstum, man ekki alveg hvað hún heitir, hvort það er "hvað get ég gert við alla þessa reiði" eða eitthvað svoleiðis.
  Ég er búin að fylgjast með blogginu þínu í nokkurn tíma (í gegnum Skreytum hús bloggið hennar Soffíu Daggar) og hef oft hugsað hvað þú ert frábær mamma. :) Sé einmitt líka á börnunum ykkar hvað þið eruð að gera margt rétt með þau. Yndislega falleg börn sem þú átt!

  Kv. Margrét Helga

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir að deila þessu með okkur :) Elstan mín er einmitt svona sterk dugleg og sjálfstæð eins og þú lýsir dóttur þinni og þegar þeir tímar koma að hún verður lítil mús veit mamman stundum ekki alveg hvað hún á að gera.

  ReplyDelete
 3. Úff, takk kærlega fyrir þetta. Ég stend í þessum sömu sporum með eldri stelpuna mína (7 ára) og hef verið að spá í að fara til sálfræðings til að fá ráðleggingar. Kv. Ragnhildur

  ReplyDelete
 4. Takk fyrir að deila þessu með okkur, þetta er einmitt bókin sem mig og litlu 7 ára skottunni minni vantar. Vissi ekki af þessum bókum, takk aftur :)

  ReplyDelete
 5. Vá, ég ætla að tékka á þessari. Takk!
  Þórdís

  ReplyDelete