Thursday, January 22, 2015

Molar - það er alltaf tími fyrir mola.

Þessi litli herramaður er lasinn og ég er þessvegna heima með honum núna. Erum búin að hafa það notalegt undir sæng í sófanum. Ég þurfti að koma ofan í hann mat. Rúsínur í skál og dráttarvélamyndbönd af youtube. Útsýnið er líka fallegt.

Ég hef minna tekið af myndum undanfarið. Það er ágætt annað slagið og sennilega nauðsynlegt á meðan við erum að finna taktinn með rútínuna aftur. Hér eru samt nokkrar.  Sumar kaldar aðrar hlýjar en allar góðar fyrir hjartað. 

Með afa að gefa kindunum. Honum leiðist það ekkert.

Síðustu sporin heim í vikulok. Stóran hjálpar litla sínum.

Prinsessuleikir alla daga. Hér horfir Elsu barnið yfir ríkið sitt.

Kaldur en góður göngutúr. Útsýnið alltaf það sama en samt svo innilega ekki.

Bestu ferðafélagarnir. Stóru systurnar lána Elmari hendur til að halda í. Það sem hann er heppinn að eiga þessar <3

Strákarnir mínir. Litli minn sem er að verða svo stór.

Hvað er hægt að segja. Veturlandafjall í fötunum sínum.


Vona að þið eigið góðan dag.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment