Monday, January 5, 2015

Loftbelgur

Ég á eina góða internet-vinkonu og hún er rosalega hæfileikarík. Hún virðist gera allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Snemma í vetur sendi hún mér í pósti eina af fallegu loftbelgjamyndunum sem hún býr til. Í síðustu suðurferð fór ég svo loks í IKEA og keypti ýmislegt fallegt fyrir heimilið og þá meðal annars ramma fyrir þessa dásemd.

 Í dag þegar ég var búin að smella henni í rúntaði ég með hana um íbúðina til að finna henni rétta staðinn.

Svefnherbergið kemur sterklega til greina.

Líka gangurinn. Þar eru fleiri fínar myndir.

En svona falleg mynd á eiginlega heima í stofunni þar sem við eyðum mestum tíma. Á planinu er að setja þar upp myndavegg. Það bara hlýtur að styttast í að plönin verði að veruleika.
Takk kærlega fyrir mig Bergrún Íris!

Kv. Dúdda <3No comments:

Post a Comment