Thursday, March 26, 2015

Molar - gamlir og nýjir

Það er róandi fyrir mig að kíkja yfir myndir sem ég hef tekið, flokka þær og setja mínar uppáhalds hér inn.  Eftir nokkrar vikur sem hafa verið of mikið af öllu var það akkúrat það sem ég þurfti. Það er alltof langt síðan síðast. Hér koma gamlar og nýjar.


Skytturnar 3. Ég trúi því oft ekki hversu góð þau eru saman. Þau passa uppá hvort annað.

Ef hann fær að vera úti þá er hann glaður.

Þessi kann að dunda sér.

Elmar er mömmukall mikill


Notaleg mæðgnastund. Erla úti að leika og Elmar að leggja sig.

Litla hjartað mitt.

Þessi elska meiddi sig mikið um daginn á leikskólanum þegar hún datt í hálku og beit rosalega illa í tunguna sína. Dagarnir á eftir einkenndust einmitt af þessari stöðu. Hún í mömmufangi.

Sannaði líka þessa daga hversu mikill nagli hún er. Hún lét ekki grípa sig buxum þó svo að henni liði illa. Kjóllinn er málið. Sárið grær vel og við vonum að tungan verði eins og áður..

Erla Maren fylgdist með sólmyrkvanum.

 Systkinin metast...

Bros allan hringinn. Hér dressaði hún sig sjálf. Er augljóslega hrifin af mynstrum og að blanda þeim öllum saman.

Elmar Ottó mömmukall hefur svo verið stjarna dagsins í dag. 2ja ára er hann! Húrra fyrir honum! Bara nokkrir dagar í veisluna :-)

Ég vona að það líði ekki aftur svona langur tími þar til ég set hér inn póst næst. Nóg á ég af myndum og fullt af orðum hef ég líka til þess að deila :-)

Kveðja Dúdda <3

No comments:

Post a Comment