Sunday, April 12, 2015

Ævintýraveröldin - fjárhúsin á Eysteinseyri

Við kíktum aðeins í fjárhúsin með pabba um daginn - eins og við gerum stundum. Ef þið spyrjið pabba þá gerist það ekki nógu oft en kannski við reynum að fjölga ferðum á næstunni. Það styttist í lömbin svo það er ekki ólíklegt. 


Spáð og spöglerað með afa Marinó.

Marrarnir tveir. Þessir eru félagar.

Erla Maren er frekar óörugg þegar kemur að dýrum. En henni finnst lítið mál að príla og vesenast.

Svona gera sterkar stelpur:


Litla gimbrin sem mætti snemma í partýið með systir sinni.

Þessi dásemdarrós átti svo gullkorn dagsins: ,, Mamma, geturu tekið úlpuna mína, þær vilja sjá kjólinn minn." Og svo gekk hún 3x upp og niður með hendur á mjöðm. 


Ég vona að þið séuð að eiga góða helgi. Hérna megin er smá slappleiki í gangi og því hefur helgin einkennst af rólegheitum og kósýtæm.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment