Tuesday, April 7, 2015

Keggjára!

Dásamlegi litli herramaðurinn okkar, Elmar Ottó varð tveggja ára þann 26. mars. Elmar Ottó er dásamlegur drengur. Hann er farinn að tala mjög mikið og er svolítið að flýta sér að verða stór. Hann á hér á heimilinu tvær dásamlegar fyrirmyndir sem gera allt fyrir hann. Hann er mjög ákveðinn, sumir myndu jafnvel segja frekur ;-) En hvernig ætti þessi moli að komast í gegnum dagana án þess! Systur hans myndu valta yfir hann annars. Elmar er rosalega mikill knúskall, hann hafnar aldrei faðmlagi. Það sést líka vel á því hvernig hann passar stöðugt uppá Monsann sinn sem við gáfum honum í afmælisgjöf í fyrra. Hann elskar öll tæki, sérstaklega gröfur og dráttavélar. 

Ég er heppin að fá að vera mamma hans og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað þessi drengur á eftir að gera gott í lífinu. Þangað til nýt ég þess að anda honum að mér akkúrat eins og hann er.


Það var ekkert annað í stöðunni annað en að blása til veislu honum til heiðurs! Núna í páskafríinu gerðum við akkúrat það. Hér eru nokkrar myndir.

Keggjára. Það er svolítið búið að vinna í að ná að halda bara tveimur fingrum á lofti. 

Gröfukaka :-)

Við buðum nokkrum gestum. Það var fámennt en góðmennt :-)


Systur ramma brósa sinn inn.

Fjölskyldan í Innstu-Tungu

Besti minn.



Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment