Saturday, May 9, 2015

Breytingar

Skrítið hvernig smá pæling breytir allt í einu öllu. Fyrir nokkru síðan ákvað Alli að prófa að sækja um vinnu fyrir sunnan, hann fékk vinnunna og boltinn fór að rúlla hratt og allt í einu erum við búin að kaupa íbúð á Selfossi og flutningar næstir á dagskrá.

Vikurnar síðan hafa verið skrítnar. Ekki að ég sé ekki spennt fyrir breytingunum, og alls ekki. Held að þetta sé akkúrat rétti tíminn fyrir fjölskylduna okkar til að fara aftur "heim." Þetta er samt svo skrýtið því Tálknafjörður hefur alltaf verið og mun alltaf vera mitt heima. Hér er allur sá kraftur sem sálin mín þarf.

Það er svo ótrúlega margt sem ég á eftir að sakna. Listinn er eiginlega endalaus. Í svona samfélagi er allt svo náið. Það er margt erfitt við það en þá skiptir samt máli að taka það jákvæða út aðstæðum þó það sé stundum ekki neitt annað en að maður læri eitthvað nýtt og þroskist aðeins.

Við Alli höfum bæði fengið frábær tækifæri til þess að vinna með dásamlegu fólki og dásamlegu börnunum og unglingunum hér á staðnum. Við höfum á þessu grætt frábæra reynslu sem mun fleyta okkur langt.
En boy Ó boy! Eigum við eftir að sakna þessara snillinga!!


En það sem hefur verið best fyrir okkur sem fjölskyldu hefur verið það að við foreldrarnir höfum getað unnið mikið og fengið góð tækifæri, við höfum með þessu getað lagt fyrir þar sem draumurinn hefur alltaf verið að hætta að leigja.
Við gátum bætt þriðja barninu okkar við og þannig gert fjölskylduna okkar tilbúna.
Ég hef getað næstum klárað kennsluréttindanámið mitt. "Bara" ritgerðin eftir!
Börnin hafa auðvitað notið þessa dásamlega umhverfis sem hér er allt í kring og það að búa á svona litlum stað fylgir líka mikið frelsi fyrir þau.
Aðalatriðið er samt að hér er ekkert sem truflar og við höfum þess vegna fyrst og fremst verið foreldrar. Við erum alltaf að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli.



Vá, mæli ég með því fyrir litla fjölskyldur að taka sér smá tíma og prófa eitthvað nýtt. Á Tálknafirði er pláss fyrir gott fólk :-)


--o-o--


Ég og krakkarnir erum flutt í gamla bæinn hjá mömmu og pabba, þessar síðustu vikur. Ég þarf smá hjálp með börnin á meðan ég er enn að vinna, svo viljum við líka eyða sem mestum tíma með þeim áður en við flytjum.

Síðan allt fór að rúlla þá hef ég verið mýkri inní mér en vanalega. Það er gott að setjast hér við tölvuna, flokka hugsanirnar og koma þeim almennilega í orð. Þið þekkið mig, svo bara deili ég.

Lengri póstur en vanalega frá mér
og hér koma myndirnar:

Heima.

Í lok dags.

Demantar.

Elmar alsæll með að afi skildi gleyma fjárhúshúfunni hjá okkur.

Og nóg af te-i.

Slakað á við tölvuskjáinn eftir útiveru.

 Sólarmegin.


 Kíkt á búið frá því síðasta sumar. Fljótlega verða haldnar þarna stórar veislur spái ég.

Gróðurhúsið að vori. Þarna munum við eyða svolitlum tíma á næstunni.

Bíða.

Dásamlegt hús og dásamleg stúlka.

 Ljósið mitt í ljósinu.

Já þannig er það.
Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment