Tuesday, June 16, 2015

Hér er ég

Hvernig byrja ég aftur eftir svona langan tíma? Ætli það sé ekki bara best að hlaða hér inn myndum. Við höfum haft meira en nóg fyrir stafni, ég og börnin. Lent í mörgum ævintýrum, stórum og smáum. Aðallega litlum :-) en ljúfum. Við fyllum á gleðitanka hjartans.

Við erum búin að ferðast svolítið.

Ég fór með skólanum til gullfallega Stokkhólms. Varð alveg heilluð og get ekki beðið eftir að fara aftur með ástinni minni.


Við heimsóttum líka Alla okkar á Stokkseyri. Þangað til við flytjum fer best um krakkana hér í sveitinni þar sem þau geta verið frjáls og leikið við vini sína.


Ragna passar uppá Litla sinn.

Hoppum á trampólíninu.

Þessi eru svo dugleg á ferðalagi. Hér í Baldri.
Láta sig dreyma um að stoppa í Flatey. Vonandi seinna í sumar.

 Fögnuðum afmæli Arilíusar. Hann er sá besti og duglegasti.

Við stelpurnar hlupum að Knarrarósvita í brjáluðu roki.


Svo fukum við eiginlega til baka.


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment