Friday, July 3, 2015

Á flakki með afa og ömmu

Við vorum svo heppin að fá að fara á smá flakk með mömmu og pabba, hinum megin í fjörðinn svona til þess að athuga hvort ekki væri allt í lagi þar.

Ég er hrædd um að svo hafi verið. Ég get ekki annað en brosað við að skoða þessa mynd. Allt að gerast hér.



Eins og oftast með þessum þremur.

Þarna á bak við er svo falleg róla og þau voru of sæt að róla saman og passa uppá hvort annað. Stundum langar mig bara að borða þau, en það má ekki! hehe :-)

Ef þau eru glöð þá er ég glöð!

Mynd tekin með augun full af hjörtum!

Þegar eitt barn gengur inní myndina og fullkomnar skotið. Auðvitað með blóm í hönd.


Og nesti! Það þarf alltaf að vera nesti!

Kolur kom með. Hann hataði það ekki.

Hleðslur útum allt. Ég er svo heilluð af þeim. Að hugsa sér að einhverntíma hafi einhver tekið svona mikið af tíma sínum og fundið allt þetta grjót og búið þetta til. Og síðan öllum þessum árum seinna stendur þetta enn og er svo mikill partur af náttúrunni.


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment