Friday, July 3, 2015

Nokkrar myndir úr Stokkseyrarfjöru

Krakkarnir elska að fara í Stokkseyrarfjöru ef pabbi þeirra kemur með vegna þess að hann getur fyllt fötu af kröbbum á núll einni. Hann er alger krabbaveiði-snillingur!Sumarævintýrin!

Ok, þessi rófa í þessu tjullpilsi. Það verður allt ennþá fallegra!

Svo spennandi.

Uppá varnargarðinum. Mér finnst hann svo fallegur og skemmtilegt að mynda krakkana við hann og uppá honum. Þegar ég tók þessar myndir var síminn minn dauður og ég notaði því Alla síma. Þið trúið því örugglega ekki hvað ég er svekkt því annars væru meiri gæði í myndunum. Þær hefðu verið svo mikil gull! Leyfi þeim samt að fljóta með.
Erla dundar sér

Ekki slæmt að enda á fimleikaæfingum með Andra frænda á blettinum hjá langömmu. Þarna er Alli búinn að játa sig sigraðan og búinn að gefast upp. Bara svo það sé á hreinu þá reyndi ég ekki að standa á höndum.. ;-)


Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment