Sunday, September 27, 2015

Stelpudeit á Eyrarbakka

Við stelpurnar skelltum okkur á tónleika á Eyrarbakka í sumar með ömmu þeirra. Það er mikilvægt finnst mér að æfa litla kroppa í að fara á svona viðburði. Hins vegar er eðlilegt að þær hafi ekki fullkomið úthald í svona atriði. Rétt áður en tónleikarnir voru búnir drifum við okkur því út og smelltum af nokkrum myndum.

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur.  Mér finnst þau bæði vera æði.

Erla fylgist með.

Ungfrúr við Húsið.

Erla tók mynd af mömmu. Mamman alsæl með mæðgnastundina og fínu kápuna úr Zöru.


Og Ragna tók mynd.

Fín sumarmynd.

Aldeilis flottur bakgrunnur. Næst á dagskrá ætti svo auðvitað að vera heimsókn í Húsið.


Yndislegu systur.

Bros sem bræðir.


Blóm og blævængir.

,,Mamma eru þessi blóm í garði?"

Möst að kíkja aðeins á sjóinn.

Hafið heillar alltaf. Bæði þær og mig.

Þar til næst..



Kv. Dúdda <3


No comments:

Post a Comment