Tuesday, October 27, 2015

Heyskapur

Ég verð að eilífu að rifja upp góðar stundir frá því í sumar með þessu áframhaldi. Það hlýtur svo að fara að koma að því að ég smelli inn myndum frá nýja heimilinu sem er alltaf að verða fínna og fínna. Í kvöld ætla ég að deila með ykkur myndum frá því að við vorum í heyskap á Tálknafirði í sumar. Erla Maren var ekki með enda nýtti hún allar stundir í að leika við vinkonurnar áður en við fluttum.

Ragna Evey náttúrubarn gerði sitt besta með hrífuna.


Og dansaði svo inn á milli

Sá svo haf af fífum hinum meginn við lækinn og varð að fara þangað!


Elmar fylgdist slakur með.

Ekki var svo verra að finna blágresi efst í túninu. Það blóm var svolítið uppáhalds hjá henni í sumar.

Syngjandi glöð.
:-)

Fallegt útsýni og mamma mín á fullu eins og alltaf.

Eysteinseyri.

Elmar Ottó færði afa sínum nesti í dráttavélina.

Honum leiddist það ekki og ekki heldur þessum eldri :-)

Djúpt hugsi á neðra túninu.

Kv. Dúdda <3

No comments:

Post a Comment