Thursday, October 29, 2015

Draumalandið

Um daginn fögnuðum við Alli 5 ára brúðkaupsafmæli. Við munum að vísu halda uppá það örlítið seinna en ég var búin að hugsa það lengi að ég myndi vilja færa honum ljóðið draumalandið, eftir Jón Trausta, með mynd af Tálknafirði í bakgrunni. Úr því varð þessi hér.

Hana lét ég prenta hjá Prentmeti hér á Selfossi og ég bað þau um að prenta hana eins stóra og mögulegt væri. Þau náðu að stækka þessa fínu iPhone mynd í A3 og ég var alsæl þegar ég sá hana. Ekki var verra að ég var rukkuð um heilar 100kr fyrir.

Ég hef í mörg ár tengt vel við þetta ljóð og hugsa ósjálfrátt um Allan minn og Tálknafjörðinn fagra. Ástin og náttúran. Þessi mynd mun svo hanga á vegg í hjónaherberginu.

Ef einhver hefur áhuga er ég til í að senda ykkur myndina í e-maili í fullum gæðum. Sendið mér þá póst á elskulegt@gmail.com :-)

Kv. Dúdda <3

1 comment:

  1. Ofboðslega fallegt...mátt gjarnan senda þetta á mig, elikjarr@gmail.com
    Kveðja,
    Elísabet í Njarðvík

    ReplyDelete