Friday, July 25, 2014

Góða helgi.

 Um helgina er bæjarhátíðin okkar, Tálknafjör. Bærinn fyllist af fólki og nóg verður að gera. Eins og allstaðar er skreytt. Við skreytum með gulu. Það passar okkur vel þar sem við erum sólarmegin í lífinu.

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum.

Ég get ekki að því gert en mér finnst þessi yndi svo falleg svona sofandi.


Mér þykir líka gaman af því hvað þessir litir eru fallegir saman.


Dagarnir hafa undanfarið byrjað svona. Þungt yfir öllu og ég með tebolla. Svo léttir til og þá færum við okkur út.

 Eldhúsið er nýmálað og því kjörið að smella af myndum þar.

 Ætli það sé ekki best að fara að skreyta :-)

Góða helgi!

Kv. Dúdda <3  

No comments:

Post a Comment