Hér hefur verið nóg að gera. Litla systir mín hún Sigríður Etna giftist Ingólfi sínum á laugardaginn og fyrir það var nóg að gera og græja. Ég tók mér því smá frí frá tölvunni en var farin að sakna hennar.
Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift af skyrköku sem ég gerði í gær.
Í hana þarf:
Eina stóra dós af skyr.is með bökuðum eplum
Pela af rjóma
Einn pakka af dökku Lu kexi
Smá smjör
Kexið er brotið og brætt smjör sett saman við og þrýst niður í form.
Rjóminn þeyttur og skyrinu blandað saman við.
Blöndunni svo dreift yfir kex borninn.
Dásamlegt og fljótlegt. Blómin á myndinni eru einmitt úr veislu helgarinnar :-)
Njótið dagsins :-)
Kv. Dúdda <3
No comments:
Post a Comment