Friday, February 27, 2015

Öskudags


Öskudagurinn kom og fór. Ég veit ekki hvort þessi dagur sé meira í uppáhaldi hjá mér eða börnunum. Við afgreiddum prinsessurnar í fyrra svo núna var komið að því að prófa annað. Erla Maren var köttur, Ragna Evey - Bambi og Elmar Ottó - Clark Kent. Hvað get ég sagt, hann krafðist þess! ;-)

Ég fann leiðbeiningar fyrir förðuninni á pinterest. Ekki það að útkoman varð ekkert lík fyrirmyndunum en þó mun betri en ef ég hefði ekki haft neinar. Gleðin þegar þær svo litu í spegilinn. Jiminn eini, dásemdin ein!

Sjarmatröllið!

 

Stóran mín :-)


 Litla ljúf

Komnar í karakter

Á öskudagsballinu hér á Tálknafirði er alltaf mikið stuð. Hátindurinn er alltaf þegar kötturinn er sleginn úr tunnunni og dagblaðaræmur yfirtaka salinn. Stemmningin:
 Þessi svolítið hissa á þessu öllu.

Fjörkálfurinn Erla

Dugleg að tína karamellur fyrir mömmu sína ;-)


Hér má svo sjá Línu og Herra Níels og hér krumma og ofurhetju. Áfram heimatilbúin hamingja!

Kveðja, Dúdda <3

1 comment:

  1. vá, æðislega fín í búningunum :-) clark Kent er náttúrurlega bara snilld!

    ReplyDelete